Menu
Páskagott

Páskagott

Æðislega góðir og páskalegir kökubitar með kaffinu.

Innihald

4 skammtar
Hafrakex
Kókos
Smjör
súkkulaði (hvítt- eða mjólkursúkkulaði)
súkkulaðiegg (t.d. frá Cadbury)

Skref1

  • Kexið er mulið smátt í matvinnsluvél. Kókos og bræddu smjöri er síðan blandað saman við.
  • Blöndunni er svo þjappað vel ofan í bökunarform eða sambærilegt form. Það er gott að hafa bökunarpappír ofan í forminu svo það sé auðvelt að taka bitana upp úr.

Skref2

  • Súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði og því dreift jafnt yfir kexbotninn og súkkulaðieggjunum raðað ofan á.
Skref 2

Skref3

  • Páska Gotteríið er síðan kælt í að minnsta kosti klukkustund áður en það er borðið fram.
  • Bitarnir geymast síðan í kæli í dágóðan tíma í lokuðu íláti.
Skref 3

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir