Menu
Pannacotta pæ með hindberjasósu

Pannacotta pæ með hindberjasósu

Þetta pæ er mjög einfalt að skreyta á fallegan hátt þannig að það sómir sér vel á hvaða veisluborði sem er. Það er líka einfalt í gerð. Sem er bónus!

Innihald

12 skammtar

Botn

hafrakex að eigin vali (t.d. haustkex eða digestive)
brætt smjör

Pannacotta

rjómi frá Gott í matinn
sykur
gelatínduft eða 4 stk gelatínblöð
hvítt súkkulaði (ef þú átt það til, ekki nauðsynlegt)

Hindberjasósa

frosin hindber
flórsykur
örlítið vatn

Botninn

  • Finndu form til að byrja með - mögulega smelluform sem er 20-23 cm á breidd. Klæddu það með bökunarpappir - þá er svo einfalt að ná því úr forminu án þess að allt fari i óefni.
  • Kexkökurnar fara í matvinnsluvél og verða að mylsnu eða það er líka hægt að kremja þær í skál með tilheyrandi látum.
  • Bræddu smjörið og helltu því saman við mylsnuna. Blandaðu því vel saman og leyfðu kexinu að draga í sig smjörið.
  • Settu mylsnusmjörið í bökunarformið og þrýstu því varlega út í kantana en einnig aðeins upp á brúnirnar á forminu. Þannig að þegar pannacottafyllingin fer í formið þá fer ekkert til spillis eða út fyrir.
  • Núna er gott að setja formið í kæli einhvern tíma til þess að botnin harðni. Það verður mun auðveldara að hella fyllingunni yfir botninn ef hann er kaldur.

Pannacotta

  • Helltu rjómanum í pott ásamt sykrinum og láttu suðuna koma upp.
  • Ef þú ætlar að nota gelatinblöð leggur þú þau í bleyti og lætur þau bráðna í vatnsbaði og hellir svo saman við rjómann. Ef þú notar gelatinduft notar þú eina tsk af dufti á móti hverju blaði sem þú notar. 1 tsk af gelatindufti á móti 1 msk af köldu vatni er látið bólgna út smá stund og síðan er það látið bráðna í heitu vatni og hellt saman við rjómann og hrært vel.
  • Ætlar þú að nota hvítt súkkulaði? Það er sett út í heitan rjómann og látið bráðna.
  • Rjómablandan er látin kólna frekar vel áður en henni er hellt í pæ-skelina. Settu pæ-ið varlega inn í kæli aftur og þar á það að kólna í allavega 4 tíma.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal