Menu
Ostaterta

Ostaterta

Það er gaman að bera osta fram á þennan hátt en framsetning sem þessi gerir ostabakkann klárlega tignarlegan og fallegan. Ég setti þessa fallegu ostatertu ofan á bakka með kjöti, kexi og öðru gómsætu en hana má ýmist bera fram eina og sér eða með einhverju öðru, en gott er að hafa í það minnsta kex/brauð með ostunum og berjunum.

Innihald

1 skammtar
Dala hringur
Dala Auður
Dala kastali
jarðarber, brómber, hindber
hunang

Til skrauts

fersk blóm

Aðferð

  • Setjið Dala hring neðst, þá næst Auði og snyrtið kastalann til svo úr verði lítill hringur á toppinn (notið afskurð til að bera fram til hliðar á disknum).
  • Skreytið með berjum og ferskum blómum.
  • Njótið með góðu kexi/brauði.
Aðferð

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir