Menu
Ostaslaufur með beikonsmurosti - Ketó

Ostaslaufur með beikonsmurosti - Ketó

Ostaslaufur eru einstaklegar vinsælar og henta vel frábærlega sem nesti fyrir skóla, útilegur eða vinnu. Þeir sem vilja forðast kolvetni sakna oft brauðmetis og því er upplagt að prófa þessa útfærslu.

Þetta er lítil uppskrift og dugar í tvær Ketó ostaslaufur.

Innihald

2 skammtar

Ostaslaufur

rifinn Mozzarella ostur frá Gott í matinn
vínsteinslyftiduft
möndlumjöl
egg

Fylling

smurostur með beikoni frá MS
beikonsneiðar, steiktar

Skref1

  • Byrjum á því að setja mozzarella ostinn í skál sem má fara í örbylgjuofn.
  • Bætum vínsteinslyftidufti út í. Vínsteins er glútein- og hveitilaust en það má einnig nota venjulegt lyftiduft.
  • Möndlumjölið fer út í blönduna og öllu hrært saman.
  • Hitið í 2 mínútur í örbylgjuofni á háum hita eða þar til osturinn er bráðnaður.
  • Bætið einu eggi út í og hnoðið saman.

Skref2

  • Skiptið deiginu í tvo helminga og fletjið út í passlega ostaslaufu stærð.
  • Smyrjið deigið með murosti með beikoni og leggið tilbúnar beikonsneiðar yfir.
  • Magn er smekksatriði en gott að miða við rúmlega matskeið af smurosti og tvær beikon sneiðar.
  • Lokið slaufunum og stráið birkifræjum yfir.
  • Bakið við 200°C á blæstri þar til fallega gylltar ostaslaufur birtast í ofninum

Höfundur: Hanna Þóra Helgadóttir