Menu
Ostasalat

Ostasalat

Einfalt og fljótlegt ostasalat úr smiðju Evu Laufeyjar og alveg frábært með brauði og kexi. 

Innihald

1 skammtar
Mexíkóostur
Hvítlauksostur
Sýrður rjómi frá Gott í matinn (1 dós)
Grísk jógúrt frá Gott í matinn
Rauð papríka, smátt söxuð
Blaðlaukur, smátt saxaður
Rauð vínber, magn eftir smekk

Aðferð

  • Hrærið sýrðum rjóma og grískri jógúrt saman.
  • Skerið ostana í litla bita og blandið saman við sósuna.
  • Skerið papriku og blaðlauk smátt og blandið saman við. Skerið að lokum nokkur vínber, magn fer eftir smekk.
  • Blandið þeim saman við og hrærið vel í salatinu.
  • Salatið er betra ef það fær að standa í nokkrar klukkustundir í ísskápnum áður en það er borið fram.

Höfundur: Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir