Innbakaður Gullostur, bráðinn Stóri Dímon, smælki, pæklað grænmeti, jólapaté og tilheyrandi.
Þetta er einfaldur matur til að henda saman á aðventunni þegar maður er úthaldslítill í eldhúsinu. Handtökin gætu vart verið fljótlegri eða einfaldari - baka osta, sjóða kartöflur, taka til í ísskápnum og steikja súrdeigsbaguettu.
| Gullostur | |
| Stóri Dímon | |
| stórt hvítlauksrif | |
| blað af smjördeigi | |
| egg | |
| smáar kartöflur | |
| baguetta | |
| ólífuolía | |
| salt og pipar | |
| pæklað grænmeti úr ísskápnum (t.d. tilbúnar súrar gúrkur úr búð) | |
| jólapaté | |
| góð sulta að eigin vali | |
| blandaðir Dalaostar (Dala Camenbert, Höfðingi, Jólayrja, Dala Brie) |
Höfundur: Ragnar Freyr Ingvarsson