Menu
Ostaréttir á aðventunni

Ostaréttir á aðventunni

Innbakaður Gullostur, bráðinn Stóri Dímon, smælki, pæklað grænmeti, jólapaté og tilheyrandi.

Þetta er einfaldur matur til að henda saman á aðventunni þegar maður er úthaldslítill í eldhúsinu. Handtökin gætu vart verið fljótlegri eða einfaldari - baka osta, sjóða kartöflur, taka til í ísskápnum og steikja súrdeigsbaguettu. 

Innihald

4 skammtar
Gullostur
Stóri Dímon
stórt hvítlauksrif
blað af smjördeigi
egg
smáar kartöflur
baguetta
ólífuolía
salt og pipar
pæklað grænmeti úr ísskápnum (t.d. tilbúnar súrar gúrkur úr búð)
jólapaté
góð sulta að eigin vali
blandaðir Dalaostar (Dala Camenbert, Höfðingi, Jólayrja, Dala Brie)

Innbakaður Gullostur

 • Byrjið á því að taka utan af einu hvítlauksrifi og sneiðið það gróflega niður.
 • Skerið smáar raufar í Gullostinn og troðið hvítlauksbitunum í raufarnar.
 • Vefjið smjördeiginu utan um Gullostinn.
 • Setjið í kæli á meðan þið takið saman restina.
 • Munið að pensla smjördeigið með þeyttu eggi áður en þið skellið ostinum í 200 gráðu heitan, forhitaðan ofninn.
Innbakaður Gullostur

Bakaður Stóri Dímon

 • Spekkið Stóra Dímon einnig með hvítlauk líkt og gert var við Gullostinn.
 • Færið ostinn yfir í lítið eldfast mót.
 • Setjið ostinn inn í ofninn við 200 gráður.
Bakaður Stóri Dímon

Meðlæti

 • Sjóðið kartöflur í söltuðu vatni þar til þær eru mjúkar í gegn. Hellið vatninu frá og veltið upp úr olíu, saltið og piprið.
 • Skerið jólapatéið í þykkar sneiðar.
 • Raðið pækluðu grænmeti í skálar.
 • Sækið sultuna.
 • Penslið niðursneidda baguettu með olíu og bakið í heitum ofni þar til hún tekur að brúnast.
Meðlæti

Höfundur: Ragnar Freyr Ingvarsson