Menu
Ostapasta með ostabrauði

Ostapasta með ostabrauði

Rjómalagaðir pastaréttir klikka aldrei og þennan tekur aðeins um 20 mínútur að útbúa; sem skemmir ekki fyrir og svo er hann líka hrikalega ljúffengur! Það er lítið mál að útbúa sitt eigin hvítlauks- eða ostabrauð og bera fram með réttinum en þetta ostabrauð er með smá hvítlaukskeim þökk sé hvítlauksduftinu en smjörið og 4 osta blandan gera það djúsí og ómissandi með þessum rétti!

Innihald

1 skammtar

Ostapasta

pasta að eigin vali
chili- og ostapylsur
laukur
hvítlauksrif
rjómi frá Gott í matinn
4 osta blanda frá Gott í matinn
salt, pipar og hvítlauksduft
timjan
ólífuolía til steikingar

Ostabrauð

súrdeigs baguette
íslenskt smjör
hvítlauksdruft
4 osta blanda frá Gott í matinn

Ostapasta

  • Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
  • Skerið niður pylsur og lauk og steikið upp úr ólífuolíu. Bætið hvítlauknum saman við í lokin og steikið þar til mýkist.
  • Hellið rjómanum á pönnuna ásamt ostinum og hrærið þar til osturinn er bráðinn.
  • Kryddið til eftir smekk og blandið pastanu varlega saman við í lokin.
  • Toppið með fersku timjan og njótið með ostabrauði (sjá uppskrift hér að neðan).

Ostabrauð

  • Hitið ofninn í 200°C.
  • Skerið brauðið í sneiðar.
  • Sneiðið smjör með ostaskera og leggið smjörsneið á hverja brauðsneið.
  • Kryddið aðeins með hvítlauksdufti og stráið vel af 4 osta blöndu yfir hverja sneið.
  • Setjið í ofninn í nokkrar mínútur eða þar til osturinn bráðnar og brauðið fer aðeins að gyllast (3-5 mínútur).

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir