Menu
Ostapasta með Óðals Hávarði krydd

Ostapasta með Óðals Hávarði krydd

Dásamlega gott og fljótlegt, sannkallaður fjölskylduréttur!

Innihald

6 skammtar
skrúfupasta
ostafyllt pasta
vínarpylsur/chorizo (um 300g)
brokkólíhaus
blaðlaukur
rjómi frá Gott í matinn
salt, pipar og hvítlauksduft
ólífuolía
Óðals Hávarður krydd

Skref1

  • Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka.

Skref2

  • Skerið pylsur í sneiðar og steikið upp úr ólífuolíu, leggið til hliðar.
  • Skerið brokkóli í munnstóra bita og blaðlauk í sneiðar.

Skref3

  • Steikið brokkoli upp úr ólífuolíu, kryddið með salti og pipar og setjið þá um 3 msk. af vatni út á pönnuna. Hrærið varlega þar til vatnið gufar upp.
  • Þá má bæta smá olífuolíu aftur á pönnuna og bæta blaðlauknum við og steikja þar til hann verður mjúkur.
  • Geymið brokkoli og lauk til hliðar á meðan þið útbúið ostasósuna.

Skref4

  • Hellið um helming rjómans á pönnuna og rífið Hávarðsostinn út í (Hávarður hét áður Havarti).
  • Hrærið vel þar til osturinn er bráðinn og bætið þá restinni af rjómanum saman við.

Skref5

  • Kryddið ostasósuna til með salti, pipar og hvítlauksdufti.

Skref6

  • Að lokum má hella pylsunum, grænmetinu og pastanu út á pönnuna og hræra öllu saman.
Skref 6

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir