Menu
Ostapasta með brokkolí og kúrbít

Ostapasta með brokkolí og kúrbít

Skemmtileg og einföld útfærsla á pastarétt sem fjölskyldan ætti að geta sameinast um að sé góður. Þægileg lausn að allt sé sett saman í pottinn og grænmeti og ostar séu í fyrirrúmi. Fallegt að bera fram í pottinum...og minna uppvask!

Innihald

4 skammtar
vatn
salt
pastaskeljar
meðalstórt brokkolíhöfuð
nýmjólk
rjómi
rjómaostur
dijon sinnep
meðalstór kúrbítur, rifinn niður
Óðals cheddar, rifinn
Góðostur, rifinn
hvítlaukssalt
laukduft
paprikuduft
cayenne-pipar
smjör

Skref1

 • Komið upp suðu á vatninu í stórum potti, saltið.
 • Skerið brokkolí á meðan niður í lítil blóm.
 • Þegar suðan er komin upp fer pastað og brokkolíiið út í vatnið.
 • Sjóðið í 8 mínútur og hrærið reglulega í á meðan.

Skref2

 • Ekki hella vatninu af pastanu.
 • Hrærið mjólk, rjóma, rjómaost og sinnep saman við pastað í vökvanum þar til rjómaosturinn hefur leystst upp.
 • Sjóðið áfram þar til pastað er tilbúið, al dente. Líklega um 4-5 mínútur.
 • Hrærið rifinn kúrbít saman við.

Skref3

 • Rífið Óðals cheddar og Góðostinn með rifjárni og hrærið saman við pastað.
 • Bætið við kryddum og smjöri. Látið bráðna og hrærið.
 • Ef ykkur þykir sósan vera of þykk má þynna hana með smá vatni, mjólk eða rjóma.
 • Berið fram í pottinum.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir