Menu
Ostakökukúlur með Biscoff

Ostakökukúlur með Biscoff

Þessar kúlur eru hættulega góðar og hafa slegið í gegn alls staðar þar sem þær mæta. Afar einfaldar og fljótlegar og á allra færi. Upplagt að útbúa á aðventunni og eiga inni í ísskáp eða frysti.

Einföld uppskrift gerir um 30 litlar kúlur.

Innihald

30 skammtar
rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
Biscoff krem í krukku
Biscoff kex eða annað kanilkex
hvítt súkkulaði

Aðferð

  • Myljið kexið smátt. Blandið vel saman rjómaosti, kexi og Biscoff kremi.
  • Útbúið litlar kúlur og frystið í smástund.
  • Bræðið súkkulaði á meðan. Hjúpið frystar kúlurnar með hvítu súkkulaði. Skreytið með aðeins meira súkkulaði og örlitlu muldu kexi.
  • Geymist vel í ísskáp eða frysti.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir