Menu
Ostaköku taco með bláberjasírópi

Ostaköku taco með bláberjasírópi

Skemmtileg útfærsla á ostakökum þar sem tortilla kökur eru notaðar til að búa til sætar og stökkar taco skeljar undir ostakökufyllingu með sítrónubragði. Ostakökutacoið er svo toppað með ljúffengu bláberjasírópi.

Best er að byrja á sírópinu þar sem það tekur smá stund að verða tilbúið.

Innihald

1 skammtar

Tortillur

stórar tortilla kökur
olía til steikingar
sykur
kanill

Ostakaka

rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
rjómi frá Gott í matinn
flórsykur
rifinn sítrónubörkur
sítrónusafi

Bláberjasíróp

frosin bláber, eða fersk
vatn
sykur
sítróna, safinn
maizenamjöl

Skeljar fyrir ostaköku

 • Skerið út tortillurnar t.d. með kökuskera eða notið glas á hvolfi og myndið litla hringi úr tortillunum. Hérna er hægt að ráða þeirri stærð sem verða á tacoskelinni. Með því að nota lítið drykkjarglas fái þið um 40 stk.
 • Hitið olíu í potti, um 2-3 cm frá botni og hitið yfir meðal háum hita. Passið ykkur að hafa hitann ekki of háan því þá steikist skelin allt of hratt og verður of stökk.
 • Setjið sykur og kanil saman í skál og blandið saman.
 • Notið töng til að klemma saman tortillukökurnar og dýfið þeim þannig ofan í olíuna, steikið hvora hlið fyrir sig í u.þ.b. 10 sekúndur eða þar til skelin er orðin gullinbrún. Passið að steikja þær ekki of lengi. Með því að klemma tortillakökurnar efst á brúnunum myndast taco skel.
 • Dýfið skeljunum strax í kanilsykurinn og passið að setja sykur á báðar hliðarnar.
 • Gott er að nota t.d. bollakökuform og snúa þeim á hvolf til að raða tacoskeljunum á og þannig halda þær sér vel eða eins og þér finnst best.

Sítrónu ostakaka

 • Þeytið rjómann þar til hann er orðinn stífur og stendur, passið ykkur þó að þeyta hann ekki of mikið. Setjið rjómann í aðra skál og geymið til hliðar.
 • Þeytið rjómaostinn og flórsykur saman þar til blandan er orðin mjúk og slétt.
 • Bætið sítrónuberki saman við ásamt safa úr sítrónunni. Hrærið þar til allt hefur náð að blandast vel saman.
 • Blandið rjómanum saman við rjómaostablönduna og hrærið saman með sleif þar til allt hefur blandast vel saman.
 • Setjið lítinn sprautustút í sprautupoka og sprautið ostablöndunni í hverja skel fyrir sig.
 • Setjið bláberjasíróp yfir hverja skel fyrir sig.
 • Geymist í kæli þar til skeljarnar eru bornar fram.

Bláberjasíróp

 • Setjið bláber, vatn og sykur saman í pott yfir meðalháan hita og þar til suða er komin upp.
 • Blandið sítrónusafa og maizenamjöli saman við og hrærið vel.
 • Látið sjóða yfir lágum hita í rúmar 10-15 mínútur eða þar til sírópið er farið að þykkna.
 • Ef ykkur finnst það of þykkt má bæta smá vatni saman við.
 • Kælið sírópið áður en þið setjið það ofan á ostaköku tacoið.
Bláberjasíróp

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir