Menu
Ostaköku brownies

Ostaköku brownies

Samblanda af ostaköku og súkkulaði brownies sem kemur skemmtilega á óvart. Bitar sem passa vel á hvaða veisluborð sem er.

Innihald

12 skammtar

Brownie

smjör
dökkt súkkulaði
sykur
egg
hveiti
kakó
salt (1/4)
súkkulaði (hvítt, ljóst eða dökkt)
vanilla

Rjómaostablanda

rjómaostur frá Gott í matinn
egg
flórsykur
vanilla

Skref1

  • Hrærið saman öllum hráefnum í rjómaostablönduna.
  • Kælið.

Skref2

  • Bræðið saman smjör og dökkt súkkulaði við vægan hita. Takið af hitanum.
  • Blandið sykrinum saman við brædda súkkulaðið og bætið svo við eggjunum, einu í einu. Þeytið.
  • Bætið við hveiti, kakó og salti.
  • Að lokum bætið þið saman við söxuðu súkkulaði og vanillu.

Skref3

  • Setjið smjörpappír í botninn á formi (um 25x30 cm) og hellið súkkulaðifyllingunni í.
  • Hellið rjómaostablöndunni yfir og blandið varlega saman með t.d. gaffli eða prjóni þannig að falleg áferð myndist.
  • Bakið við 175°C í 30-35 mínútur.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson