Menu
Ostakaka með vanillu og gljáðum sykri

Ostakaka með vanillu og gljáðum sykri

Innihald

12 skammtar

Botn:

haustkex
sykur
brætt smjör

Fylling í botn:

sykur
flórsykur
hveiti
rjómaostur frá Gott í matinn
egg
þeyttur rjómi frá Gott í matinn
sýrður rjómi frá Gott í matinn
vanillusykur

Aðferð

 • Hitið ofninn í 175 °C.
 • Myljið haustkex vel með sykrinum í matvinnsluvél.
 • Bræðið smjörið og blandið því saman við mylsnuna.
 • Þrýstið mylsnuna í botninn á formi (smelluformi eða ferköntuðu ,,browniesformi“) og bakið botninn í um 6-8 mínútur.
 • Látið botninn kólna.
 • Lækkið hitann á ofninum í 150 °C.
 • Þeytið ost, hveiti og sykur vel saman í hrærivél.
 • Setjið eggin saman við, eitt í einu og þeytið vel á milli.
 • Bætið rjómanum, sýrða rjómann og vanillusykrinum saman við og blandið varlega saman.
 • Hellið fyllinguna í kexbotninn.
 • Bakið kökuna neðarlega í 55-60 mínútur.
 • Látið kökuna kólna vel áður en hún er skreytt og borin fram. 
 • Gaman er að strá sykri yfir kökuna og nota gasbrennara til að bræða sykurinn ofan á sem gefur kökunni skemmtilegt ,,kröns“ líkt og sykurinn ofan á creme brulee desert.
 • Skreytið með t.d. ferskum berum.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal