Menu

Ostakaka með hvítu súkkulaði

Aðferð:
Myljið kexið fínt í matvinnsluvél. Bætið smjörinu við og blandið vel saman. Dreifið mylsnunni á botninn á springformi sem er 23 cm í þvermál og þrýstið henni niður með fingrunum þannig  að hún þjappist vel. Kælið í ísskáp í u.þ.b. hálftíma.
Hitið ofninn í 150°C. Hitið rjómann að suðu, takið pottinn af hitanum, setjið súkkulaðið út í og hrærið vel þar til það er bráðið. Látið kólna í u.þ.b. 10 mínútur.
Setjið rjómaost og flórsykur í hrærivél og blandið vel saman. Látið vélina ganga og bætið heilu eggjunum út í, einu í senn. Hellið að lokum súkkulaðiblöndunni saman við og hrærið þar til allt hefur samlagast vel.
Stífþeytið eggjahvíturnar og hrærið þær rólega saman við deigið í tveimur áföngum. Hellið deiginu í mótið með kexmylsnunni og setjið það á grind neðarlega í ofninum. Bakið í 90 mínútur eða þar til kakan er orðin þétt. Látið hana kólna í opnum ofninum.   

Kælið kökuna í ísskáp yfir nótt (eða í a.m.k. þrjá klukkutíma).

Búið til súkkulaðihjúpinn:
Hitið rjómann í potti, takið pottinn af hitanum, setjið súkkulaðið út í og hrærið þar til það er bráðið. Smyrjið kreminu jafnt yfir kökuna og skreytið með léttristuðum kókosflögum og trjám sem hægt er að búa til úr

Búið til súkkulaðijólatré:
Bræðið eina súkkulaðiplötu yfir vatnsbaði. Búið til kramarhús úr smjörpappír, klemmið fyrir stútinn og hellið brædda súkkulaðinu í kramarhúsið. Leggið smjörpappír á bökunarplötu.
Notið kramarhúsið eins og sprautupoka og formið skraut að eigin vild á smjörpappírinn. Látið súkkulaðið harðna á köldum stað áður en það er notað.

Innihald

1 skammtar

Botn:

súkkulaðikex
brætt smjör

Fylling:

rjómi frá Gott í matinn
56% súkkulaði
rjómaostur frá Gott í matinn
flórsykur
egg
eggjahvítur

Súkkulaðihjúpur:

rjómi frá Gott í matinn
hvítt súkkulaði, má einnig nota 56% súkkulaði
léttristaðar kókosflögur

Skreyting:

Súkkulaði að eigin vali

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir