Menu
Ostaídýfa með Ísbúa, chili hunangi og hnetum

Ostaídýfa með Ísbúa, chili hunangi og hnetum

Þegar þú ert að fá gesti og hefur takmarkaðan tíma fyrir veitingar eru ostaídýfur eitthvað sem klikka aldrei og allir borða. Ostaídýfur geta verið dýrindis forréttur eða sem réttur fyrir saumaklúbbinn. Bakaða osta er hægt að bera fram með hvaða kexi eða brauði sem er og hérna höfum við bræddan Óðals Ísbúa með chili hunangi og pistasíukjörnum. Einstakt bragð af sterku, sætu og stökkum söltuðum hnetum með bragðgóða ostinum.

Innihald

4 skammtar
Óðals Ísbúi
chili hunang
pistasíukjarnar
chiliflögur

Skref1

  • Hitið ofninn í 180 gráður.
  • Skerið ostinn í grófa bita eða teninga og setjið í lítið eldfast mót.
  • Setjið ostinn inn í ofn ásamt 1 msk. af chilli hunangi og smá af chili flögum (má sleppa, en gerir ostinn aðeins sterkari).
  • Hitið þar til osturinn hefur bráðnað alveg í gegn.

Skref2

  • Setjið aðra msk. af chili hunangi ofan á ostinn þegar hann er tekinn úr ofninum og grófsaxið pistasíukjarna og setjið ofan á.
  • Hægt er að setja meira hunang og pistasíukjarna eftir smekk, ásamt chili flögum, eftir því hversu sterka ídýfu þið viljið. Eða hafa til hliðar fyrir hvern og einn til að bæta á hjá sér.
  • Berið fram með stökku kexi eða baquette.
Skref 2

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir