Menu
Ostafylltir hamborgarar með Mexíkóosti og ferskri salsasósu

Ostafylltir hamborgarar með Mexíkóosti og ferskri salsasósu

Bragðmiklir og ómótstæðilega góðir borgarar sem enginn hamborgara unnandi ætti að láta framhjá sér fara.

Innihald

4 skammtar

Tex Mex borgarar

hreint ungnautahakk (500-600 g)
ólífuolía
worchestersósa
Mexíkóostur
rifinn pizzaostur frá Gott í matinn
salt og pipar

Fersk salsasósa:

vel þroskaðir eldrauðir tómatar

Fersk salsasósa

lítill rauðlaukur, skorinn smátt
hvítlauksrif, rifið eða smátt saxað
lítill grænn chilipipar (meira eða minna eftir smekk)
góð handfylli ferskt kóríander
safi úr einni límónu
sjávarsalt

Meðlæti:

hamborgarabrauð
tortilla flögur
sýrður rjómi frá Gott í matinn
lauksneiðar
ferskt salat að eigin vali
avocado
tómatsneiðar

Hamborgarar

  • Blandið worchester og ólífuolíu vel saman við hakkið.
  • Skiptið blöndunni jafnt niður í 4 hluta.
  • Takið hvern hluta og skiptið svo í tvennt.
  • Leggið þykka sneið af Mexíkóostinum á hakkið og leggið svo annan hakk hluta ofan á, fletjið út og mótið í hamborgara þannig að osturinn sé í miðjunni á hverjum borgara.
  • Kryddið vel með salti og pipar og grillið á vel heitu grilli þar til eldaðir í gegn.
  • Stráið rifnum osti ofan á hvern borgara rétt áður en þið takið þá að grillinu og leyfið aðeins að bráðna.

Fersk salsasósa

  • Allt sett í matvinnsluvél eða blandara og blandað/púlsað þannig að útkoman verði frekar gróf salsa sósa. Ekki mauka of lengi.
  • Smakkið til með salti og sigtið aðeins af vökvanum frá áður en salsa sósan er borin fram.
  • Geymist í ísskáp í 2-3 daga.

Samsetning

  • Berið hamborgana fram með hamborgarabrauðum, salsa sósunni, tortilla flögum, sýrðum rjóma, lauksneiðum, salati, avocado og tómatsneiðum.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir