Menu
Ostafylltir aspasvasar með Óðals Ísbúa

Ostafylltir aspasvasar með Óðals Ísbúa

Einfaldar en fallegar uppskriftir eru heillandi. Þessi fellur í þann flokk. Hún kemur vel út á diski eða hlaðborði, hún er góð í hádegi eða að kvöldi og það er gaman að búa hana til. Vasarnir eru góðir beint úr ofninum, ekki verri þegar þeir kólna og það er auðvelt að hita þá upp.

Innihald

8 skammtar
aspasstilkar, litlir*
ólífuolía
gott salt og pipar
smjördeig**
Óðals Ísbúi, rifinn***
hráskinka
egg, hrært

 • * Helst lítill aspas, ef stór skerið þvert til að hafa hvern stilk þynnri, þá 12 stk.
 • ** Smjördeig fæst í litlum, frosnum plötum í pakka, einnig ófrosið í rúllu - uppskriftin gerir ráð fyrir 8 vösum og þeir nást úr þessum plötum eða rúllu.
 • *** Óðals Ísbúi er mjög góður í þessa uppskrift en það má mæla með Tindi, Cheddar, Gouda eða hverjum öðrum Óðalsosti sem er.

Skref1

 • Hitið ofn í 200 gráður. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu.
 • Fletjið aðeins út smjördeigið á hveitistráðu borði.
 • Skerið út úr því ferninga sem eru um 10x10 cm á stærð.
 • Snyrtið aspasinn, skerið neðri endann af honum.
 • Setjið á fat og hellið yfir hann ólífuolíu, stráið salti og pipar yfir og nuddið vel saman.

Skref2

 • Brjótið hverja hráskinkusneið saman og leggið á hvern smjördeigskassa.
 • Þá fer aspasinn yfir skinkuna, horn í horn, fjórir stilkar fyrir hvern vasa.
 • Stráið rifnum osti yfir aspasinn þannig að töluvert sé af honum, eða um 2 msk.

Skref3

 • Brjótið hornin á smjördeiginu yfir aspasinn og lokið vasanum.
 • Smyrjið með hrærðu eggi og saltið aðeins og piprið.
 • Setjið í ofn og bakið í um 12-15 mínútur.Berið fram heitt en ekki verra þegar farið að kólna aðeins.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir