Menu
Ostabrauðstangir

Ostabrauðstangir

Æðislega góðar ostabrauðstangir sem fljótlegt er að gera. Góðar með pizzunni eða bara einar og sér.

Brauðstangirnar eru góðar með pizzasósu, og gott er að rífa parmesan ost yfir sósuna.

Innihald

4 skammtar
pizzadeig, eða heimatilbúið pizzadeig sem passar í skúffu
rifinn cheddar ostur frá gott í matinn
rjómaostur með graslauk og lauk
olía
hvítlauksgeirar (3-4)
salt
óreganó

Skref1

  • Hitið ofninn í 200 gráður blástur.
  • Setjið pizzadeigið á bökunarpappír.

Skref2

  • Setjið olíu, pressaðan hvítlauk, óreganó og salt í litla skál.

Skref3

  • Smyrjið rjómaostinn á helminginn af deiginu og dreifið cheddar osti yfir .
  • Brjótið svo degið saman.

Skref4

  • Skrerið deigið í lengjur og snúið upp á þær.
  • Raðið lengjunum í ofnskúffuna.

Skref5

  • Penslið brauðstangirnar með hvítlauksolíunni.
  • Setjið inn í ofn í 8-10 mínútur eða þar til brauðstangirnar hafa tekið lit.
Skref 5

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir