Menu
Ostabakki með Óðalsostum og ostasnakki

Ostabakki með Óðalsostum og ostasnakki

Það er skemmtilegt að setja saman ostabakka og þar eru Óðalsostar ómissandi. Hér er á ferðinni glæsilegur ostabakki með einstaklega góðu ostasnakki sem einfalt er að gera.

Innihald

6 skammtar
Óðals Havarti krydd
Óðals Maribo
Óðals Tindur
Fíkjur
Pekanhnetur
Ólífur
Kex
Perur í sneiðum
Chorizo
Hráskinka
Ber að eigin vali
Ólífuolía
Klettasalat

Ostasnakk með salvíu:

Óðals Tindur
Salvía eða annað gott krydd

Aðferð:

  • Skerið ostana í t.d. litla teninga, stangir og útbúið ostsneiðar sem þið rúllið skemmtilega upp.
  • Raðið fallega á bakkann.
  • Útbúið ljúffengt ostasnakk með salvíu.
  • Berið fram með góðu hráefni að eigin vali.

Ostasnakk með salvíu:

  • Hitið ofninn í 200°C.
  • Rífið niður Óðals Tind.
  • Skiptið ostinum niður í nokkra bita á pappírsklæddri ofnplötu og mótið hringi.
  • Sáldrið salvíu yfir hvern hring.
  • Bakið í ofni við 200°C í 3 – 4 mínútur.
  • Kælið og berið fram.

Höfundur: Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir