Ostabakki er æðisleg hugmynd við hvaða tækifæri sem er. Ég hef gert nokkrum sinnum ostabakka fyrir tilefni hér heima og það slær alltaf í gegn þannig ég ákvað að deila með ykkur hinum fullkomna ostabakka að mínu mati, og segja ykkur skref fyrir skref hvernig það er best að útbúa bakkann.
Klassískt innihald í ostabakka er: Ostar, sulta, kex, kjötmeti, ávextir og ber, hnetur, súkkulaði. Ostarnir sem ég valdi á minn Ostóber bakka eru mínir eftirlætis ostar.
| Dala Auður | |
| Dala Brie | |
| Dala höfðingi | |
| Gráðaostur | |
| Dala hringur | |
| Óðals sterkur Gouda | |
| Mexíkóostur | |
| Bláberjasulta | |
| Sýróp | |
| Pekanhnetur | |
| Meðlæti að eigin vali |
Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir