Menu
Ostabakki fyrir veisluna

Ostabakki fyrir veisluna

Möguleikarnir á að útbúa fallega og girnilega ostabakka eru endalausir. Það er t.d. mjög einfalt og ljúffengt að setja góða sultu, Sweet Chili sósu, pestó, hunang eða annað góðgæti beint yfir rjómaost og njóta hans þannig með góðu kexi eða brauði. Súkkulaðirúsínur, hnetur, sterkt kjötmeti og döðlur smellpassa líka á ostabakka og svo vekur alltaf lukku að hafa einn bakaðan ost með sem setur punktinn yfir i-ið. 

Innihald

1 skammtar

Ostabakki

Goðdala Grettir
bakaður Dalaostur
rjómaostur með hindberja- og granateplasultu
eldstafir
hráskinka
kex
snittubrauð
hnetur
súkkulaðirúsínur
perlulaukur
ferskar döðlur
ástaraldin
granatepli
kirsuber
eplasneiðar

Bakaður ostur

Dala Camembert eða annar Dalaostur
hlynsíróp
púðursykur
cheyenne pipar
pekanhnetur, gróft saxaðar

Aðferð

  • Hér til hliðar kemur upptalning á því sem þið finnið á bakkanum en svo er um að gera að láta hugmyndaflugið ráða þegar kemur að því að setja svona bakka saman. Það gilda engar reglur þegar kemur að ostabakkagerð og um að gera að velja það sem ykkur þykir gott og passa vel saman og svo má auðvitað stækka og minnka bakkann eftir þörfum.

Bakaður Dalaostur

  • Síróp, sykur og pipar sett saman í pott og hitað þar til sykurinn leysist upp og þá má hræra hnetunum saman við.
  • Gott er að baka ostinn í eldföstu móti á meðan við 180° í um 12 mínútur og hella síðan hnetu- og sírópsbráðinni yfir ostinn og njóta með góðu kexi eða brauði.
Bakaður Dalaostur

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir