Íslenskir ostar smellpassa á veisluborðið og þá er tilvalið að bjóða upp á osta sem eru í uppáhaldi hjá unga fólkinu. Gefið hugmyndafluginu lausan tauminn nú eða sækið innblástur í ostabakka unga fólksins þar sem Mexíkóostur, mildur Dala hringur, rjómaostur með sweet chili sósu, Goðdala Feykir og Góðostapinnar fá að njóta sín í bland við annað góðgæti.
| Mexíkóostur | |
| Dala hringur | |
| Feykir | |
| Rjómostur til matargerðar frá Gott í matinn | |
| Góðostur skorinn í bita fyrir ostapinna | 
| • | sweet chili sósa | 
| • | rautt pestó | 
| • | súkkulaðihúðuð jarðarber | 
| • | brauð, nachos, kex og blandaðar hnetur | 
 
                        		Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir