Menu
Osta- og spínatþríhyrningar í fílódeigi

Osta- og spínatþríhyrningar í fílódeigi

Óvenjulegur og spennandi forréttur úr smiðju Höllu Báru Gestsdóttur. 

Innihald

1 skammtar
ólífuolía
blaðlaukur, fínt saxaður
frosið eða ferskt spínat
hnefafylli steinselja, smátt söxuð
fetaostur
parmesanostur eða rifinn cheddarostur
egg, hrært
salt og svartur pipar
fílódeigsblöð

Skref1

  • Hitið ofn í 200 gráður. Hitið 3 msk. af ólífuolíu á pönnu og mýkið laukinn. Hrærið spínatið saman við sem og steinseljuna. Mýkið í nokkrar mínútur. Takið af hitanum og hrærið eggið saman við ásamt ostunum. Smakkið til með salti og pipar.

Skref2

  • Vinnið með eitt fílódeigsblað í einu, haldið hinum blautum undir rökum klút. Smyrjið blaðið með olíu, látið það liggja fyrir framan ykkur á breiddina, og brjótið saman á langveginn, frá vinstri til hægri. Smyrjið þurru hliðina með olíu og skerið deigið í tvennt, aftur á langveginn.

Skref3

  • Setjið um eina matskeið af blöndunni á enda deigsins, í hornið til vinstri. Brjótið það horn niður og yfir deigið og látið hliðarnar uppi leggjast saman. Úr verður þríhyrningur. Brjótið áfram niður og þá yfir frá hægri til vinstri og svo alla leið niður á þennan hátt.

Skref4

  • Smyrjið brúnirnar með olíu til að festa deigið saman. Látið á bökunarplötu, á bökunarpappír. Bakið í ofni í um 35 mínútur eða þar til deigið er gullið. Berið þríhyrningana fram heita eða við stofuhita.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir