Menu
Ósætar smákökur með Óðals Cheddar

Ósætar smákökur með Óðals Cheddar

Innihald

1 skammtar
bolli smjör
bolli hveiti
salt
lyftiduft
egg
bolli rifinn Óðals Cheddar
bolli saltkringlur, brotnar niður í minni bita

Aðferð

  • Hitið ofn í 180 gráður.
  • Bræðið smjör í potti og leyfið því að malla rólega þar til það fær á sig karamellulitaðan keim.
  • Takið af hitanum og látið kólna.
  • Hrærið saman þurrefni.
  • Hellið brædda smjörinu saman við. Þið getið bæði hrært saman í vél eða bara með gaffli.
  • Þá fer osturinn út í og saltkringlurnar saman við allt.
  • Ef deigið virðist verða stíft og þétt skal þynna það með vatni.
  • Hnoðið litlar kúlur og setjið á bökunarplötu.
  • Hér ákveðið þið hversu stórar þið viljið að kökurnar séu. Fletjið þær aðeins út til að ná þeim í þynnra lagi ef þið kjósið svo.
  • Stingið í heitan ofninn og bakið í um 10 til 12 mínútur eða þar til kökurnar eru gullnar ásýndar.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir