Menu
Orkubitar með grískri jógúrt

Orkubitar með grískri jógúrt

Ég hef nokkrum sinnum verið beðin um að búa til próteinstykki svo hér er komin útgáfa af próteinríkum orkubitum sem tilvalið er að eiga í frystinum og grípa í yfir daginn. Svo er þetta tilvalið sem eftirréttur.

Innihald

1 skammtar
haframjöl eða 3 dl
hnetusmjör eða 2 msk.
eplamauk eða 1 dl
vanilludropar
próteinduft, vanillu eða annað milt
smá salt
frosin hindber
límónusafi
léttmáls grísk jógúrt frá MS

Skref1

  • Byrjaðu á því að taka 150 g frosin hindber úr frystinum og setja á disk, það má líka nota fersk en þau fást sjaldan hér á íslandi svo ég nota frosin.
  • Blandaðu saman haframjölinu, hnetusmjörinu, eplamaukinu, saltinu, vanilludropunum og próteinduftinu, en á meðan þiðna hindberin örlítið.
  • Þrýstu þessu niður í ferhyrnt form sem er um 20-22 cm á breidd og lengd, gott er að nota bökunarpappír undir svo það sé einfaldara að ná þessu úr forminu seinna.

Skref2

  • Stappaðu hindberin örlítið með gaffli og bættu safa af hálfri límónu út í.
  • Dreifðu hindberjablöndunni yfir haframjölsblönduna og þar ofan á setur þú svo 200 g af léttmáls grískri jógúrt.
  • Settu fatið í fyrsti í nokkra tíma.
  • Það er svo gott að láta bitana standa á borði í nokkrar mínútur áður en þeir eru borðaðir en þeir þiðna hratt.
  • Börnunum mínum finnst þetta mjög gott, fyrir þau geri ég alveg eins nema sleppi próteinduftinu í botninum og set aðeins minna af eplamaukinu, 70-80 g duga.

Næringargildi

  • Fyrir þau sem að telja macros fylgir skráning næringargilda með.
  • Næring í 100 g: Kolvetni: 16.4 g - Prótein: 13,1 g - Fita: 6,9 g - Trefjar: 3,2 g.
  • Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða orkubiti
Næringargildi

Höfundur: Helga Magga