Skref1
- Myljið kexið í matvinnsluvél. Blandið smjörinu saman við og þrýstið kexblöndunni í botninn á bökuformi og upp með börmum. Kælið á meðan þið útbúið fyllinguna.
Skref2
- Þeytið rjómaostinn í smá stund, bætið flórsykrinum, rjómanum og vanillu saman við og hrærið.
Skref3
- Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði, kælið aðeins og hellið út í ostablönduna í mjórri bunu.
- Hellið blöndunni ofan á kexbotninn og setjið inn í kæli. Geymið kökuna í kæli í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt.
Skref4
- Myljið að lokum nokkrar kexkökur og sáldrið yfir kökuna. Einnig er fallegt að skreyta kökuna með berjum.
Höfundur: Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir