Menu
Ómótstæðilegir ostabitar

Ómótstæðilegir ostabitar

Dásamlegir litlir ostabitar sem henta vel í vinaboðin, sem forréttur og í saumaklúbbinn. Það tekur enga stund að græja þessa dásemd og bitnarnir eru tilbúnir á 10 mínútum.

Innihald

16 skammtar
smjördeigsplötur
dijon sinnep
ostakubbur frá Gott í matinn
pekan hnetur
hunang
ferskt timjan

Skref1

  • Takið smjördeigs plöturnar úr frysti og leyfið að þiðna í 5 mín.
  • Stillið ofn á 200°C.
  • Skerið deigið í átta parta, á hvern bita setjið þið smá dijon sinnep.
  • Skerið þá Ostakubbinn í teninga, um 1,5 cm að stærð.
  • Setjið einn tening á hvern smjördeigspart, raðið á bökunarpappírsklædda ofnplötu og bakið í 10 mín.

Skref2

  • Á meðan bitarnir eru í ofninum, ristið þá hneturnar á pönnu á miðlungshita í 4-5 mín.
  • Þegar þið takið bitana úr ofninum færið þá yfir á fallegan disk, sáldrið hunangi og timjan yfir bitana og endið á því að mylja pekan hneturnar yfir.
  • Bitarnir eru bestir bornir fram strax, meðan þeir eru volgir en eru einnig góðir kaldir.
Skref 2

Höfundur: Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir