Menu
Ofnbökuð ostaídýfa með maískorni, beikoni, þistilhjörtum og döðlum

Ofnbökuð ostaídýfa með maískorni, beikoni, þistilhjörtum og döðlum

Matarmikil ídýfa sem kemur svo sannarlega á óvart!

Innihald

6 skammtar
maískorn, látið renna vel af þeim í sigti
þistilhjörtu í kryddlegi, söxuð
vorlaukar, saxaðir
beikon, saxað og steikt stökkt
jalapeno í krukku, saxað (3-4 msk.)
hvítlauksrif, marin
majónes
rifinn gratínostur frá Gott í matinn
rifinn cheddarostur frá Gott í matinn
saxaðar mjúkar döðlur

Aðferð

  • Hrærið öllum hráefnunum saman nema cheddarostinum.
  • Setjið ídýfuna í frekar stórt eldfast mót og sáldrið cheddarostinum yfir.
  • Setjið heimilisplast yfir og geymið í kæli eða bakið strax.
  • Stillið þá ofninn á 180° og bakið í 20-25 mínútur.
  • Réttinn er hægt að gera kláran daginn áður.
  • Berið fram með góðu brauði, kexi eða snakki, t.d. nachos.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir