Menu
Ofnbökuð ber undir möndluþaki með grískri jógúrt

Ofnbökuð ber undir möndluþaki með grískri jógúrt

Grísk jógúrt er góð í ýmsa matargerð, m.a. með ofnbökuðum berjum. 

Innihald

-1 skammtar
frosin blönduð ber
möndlumjöl
sukrin gold
kanill
mjúkt smjör
grískt jógúrt
smjör
sjávarsalt

Aðferð

  • 1. Stillið ofninn á 150°.
  • 2. Setjið berin í smjörborið eldfast mót.
  • 3. Hrærið saman möndlumjöli, sukrin gold, kanil og 4 msk. smjöri. Setjið smá salt saman við.
  • 4. Dreifið yfir berin og bakið í 30 mínútur eða þar til gullið. Berið fram heitt með grískri jógúrt.
  • Tillögur:
  • Bætið söxuðum salthnetum saman við deigið og sleppið þá að salta. Berið léttþeyttan rjóma fram með réttinum í staðin fyrir gríska jógúrt.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir