Menu
Ofnbakaður þorskur í sítrónu rjómasósu

Ofnbakaður þorskur í sítrónu rjómasósu

Þessi fiskiréttur er rosalega ferskur og góður. Hann er líka fljótlegur og honum fylgir lítið uppvask þar sem pottar og pönnur koma ekki við sögu.

Innihald

4 skammtar
þorskstykki (4-5)
smjör
bolli rjómi frá Gott í matinn
hunangs dijon sinnep
sítrónusafi
Salt og pipar
Skarlottulaukur
Steinselja og sítrónusneiðar

Aðferð

  • Fiskurinn er settur í eldfast form og hann kryddaður með salti og pipar á báðum hliðum.
  • Smátt skorinn skarlottulaukurinn er næst settur yfir fiskinn.
  • Smjör, rjómi, dijon sinnep, sítrónusafi, salt og pipar er sett í saman í skál. Hitað í örbylgjuofni tvisvar sinnum í 30 sek. og hrært á milli.
  • Síðan er sósunni hellt yfir fiskinn og hann kryddaður með steinselju og skreyttur með sítrónusneiðum.
  • Fiskurinn er næst settur inn í ofn í um 20-25 mínútur.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir