Menu
Ofnbakaður þorskhnakki með austurlensku cous cous

Ofnbakaður þorskhnakki með austurlensku cous cous

Þorskur aðferð:
Þorskhnakkinn er skorinn í u.þ.b. 160 g steikur og lagður á ofnplötu sem búið er að smyrja með ólífuolíu. Þá er blandaður með jöfnum hlutföllum svartur pipar og rósa pipar og malað yfir fiskinn en passa verður að ekki sé sett of mikið, 1 tsk ætti að vera nóg fyrir hverja steik fyrir sig. Þá er salti stráð yfir hnakkann í hæfilegu magni og um 1 msk af ólífuolíu helt yfir hverja steik fyrir sig. Þorskurinn er bakaður á 180°C í 10 mínútur.

Cous cous aðferð
Vatni er komið fyrir til suðu og öllum þurrkryddunum bætt í vatnið ásamt kjötkrafti. Þegar vatnið hefur náð suðu er því helt yfir cous cousið í skál og plastað vel, látið standa í 5 mínútur og sett svo aftur í pottinn. Þá er ólífuolíunni bætt út í og smurostinum í litlum skömmtum út í og náð upp góðum hita. Hræra þarf vel í cous cousinu því það er fljótt að festast við botninn og brenna. Þegar verið er að hræra er cous cousið er saltað til eftir smekk.

Grísk jógúrtdressing aðferð:
Öllu blandað saman í skál og sett á cous cousið og þorskurinn lagður ofan á.

 

Innihald

4 skammtar

Þorskur

salt og rósa pipar
svartur pipar
ólífuolía
þorskhnakki

Cous Cous

salt eftir smekk
vatn
cous cous
karrý
kóríanderduft (má sleppa)
chilliduft
teningur kjötkraftur
papríkusmurostur
ólífuolía

Grísk jógúrtdressing

Fínt rifinn lime börkur af einni sítrónu
Safi úr ½ líme
grískt jógúrt
fínt rifinn ferskur engifer
hunang

Höfundur: Ungkokkar, Klúbbur matreiðslumeistara