Menu

Ofnbakaður ostaréttur með spínati og þistilhjörtum

Innihald

6 skammtar
rjómaostur frá Gott í matinn
sýrður rjómi frá Gott í matinn
majónes
rifinn mozzarellaostur frá Gott í matinn
rifinn gratínostur frá Gott í matinn
matreiðslurjómi eða rjómi frá Gott í matinn
niðursoðin þistilhjörtu
spínat, gróft saxað
vorlaukar
hvítlauksrif, marin
sjávarsalt og svartur pipar

Aðferð

  • Hrærið saman rjómaosti, sýrðum rjóma, majónesi og rjóma.
  • Bætið öðrum hráefnum saman við en geymið örlítið af ostinum til að strá yfir réttinn í lokin.
  • Setjið í eldfast mót.
  • Stráið restinni af ostinum yfir.
  • Látið plastfilmu yfir formið og geymið í kæli, eða ofnbakið strax við 180° í 20-30 mínútur.
  • Berið fram með foccacia-brauði eða snittubrauði.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir