Menu
Ofnbakaður grjónagrautur sem einfaldar lífið

Ofnbakaður grjónagrautur sem einfaldar lífið

Ef börnin mín fengju að ráða væri grjónagrautur í matinn að minnsta kosti annan hvern dag. Sem er auðvitað kannski vel í lagt en sem betur fer kunnum við foreldrarnir vel að meta grjónagraut líka. Yfirleitt bjóðum við upp á brauð með alls kyns áleggi með og jafnvel kalda lifrarpylsu og blóðmör með. Grjónagrautur er ódýr matur og tilvalið að skella í graut þegar þarf að nýta mjólk sem fer að koma á tíma. Eini gallinn við grjónagraut sem gerður er frá grunni er líklega sá að viðbrenndur grautur er óætur og til þess að varna því að hann brenni við þarf að standa við pottinn og hræra stöðugt í. Nennum við því alltaf? Alls ekki. Þá kemur ofnbakaður grjónagrautur sterkt inn. Öllu hráefni skellt í eldfast mót, álpappír settur þétt yfir og grauturinn eldar sig sjálfur. Algjörlega lífsbreytandi eldunaraðferð og enginn bragðmunur. Þennan verðið þið að prófa!

Innihald

4 skammtar
grautargrjón
salt
nýmjólk + auka í lokin
vanilludropar
rúsínur (má sleppa)

Skref1

  • Hitið ofninn í 170°C, undir og yfirhita.
  • Setjið grjónin í eldfasta mótið og stráið salti yfir. Hellið mjólkinni og vanilludropunum þar yfir.
  • Stráið rúsínum jafn yfir formið ef þið notið þær.
  • Setjið álpappír þétt yfir mótið og reynið að passa að hvergi sé opið.

Skref2

  • Bakið grautinn í 90 mín.
  • Þegar 5 mínútur eru eftir af tímanum, takið þá álpappírinn af og hrærið upp í grautnum og bætið við smá mjólkurslettu ef ykkur finnst þess þurfa.
  • Berið fram með því sem ykkur dettur í hug.
Skref 2

Höfundur: Valgerður Gréta Gröndal