Ef börnin mín fengju að ráða væri grjónagrautur í matinn að minnsta kosti annan hvern dag. Sem er auðvitað kannski vel í lagt en sem betur fer kunnum við foreldrarnir vel að meta grjónagraut líka. Yfirleitt bjóðum við upp á brauð með alls kyns áleggi með og jafnvel kalda lifrarpylsu og blóðmör með. Grjónagrautur er ódýr matur og tilvalið að skella í graut þegar þarf að nýta mjólk sem fer að koma á tíma. Eini gallinn við grjónagraut sem gerður er frá grunni er líklega sá að viðbrenndur grautur er óætur og til þess að varna því að hann brenni við þarf að standa við pottinn og hræra stöðugt í. Nennum við því alltaf? Alls ekki. Þá kemur ofnbakaður grjónagrautur sterkt inn. Öllu hráefni skellt í eldfast mót, álpappír settur þétt yfir og grauturinn eldar sig sjálfur. Algjörlega lífsbreytandi eldunaraðferð og enginn bragðmunur. Þennan verðið þið að prófa!
grautargrjón | |
salt | |
nýmjólk + auka í lokin | |
vanilludropar | |
rúsínur (má sleppa) |
Höfundur: Valgerður Gréta Gröndal