Menu
Ofnbakaður fiskur með grænmeti og jógúrtsósu

Ofnbakaður fiskur með grænmeti og jógúrtsósu

Fljótlegur og fjölskylduvænn fiskréttur sem smellpassar á vikumatseðil fjölskyldunnar.

Innihald

1 skammtar

Fiskréttur

roðflett og beinhreinsuð fiskflök – ýsa, þorskur eða annar hvítur fiskur (700-800 g)
salt og pipar
olía
laukur, saxaður
kúrbítur, skorinn í bita
rauð paprika, skorin í bita
kirsiberjatómatar
ólífur
rifinn gratínostur frá Gott í matinn

Jógúrtsósa

pipar og salt
jógúrt án ávaxta eða grísk jógúrt
ólífuolía
hunang
hvítlauksgeirar, pressaðir

Fiskréttur

  • Hitið ofninn í 200°C.
  • Skerið fiskinn í bita og kryddið þá með pipar og salti.
  • Penslið eldfast mót með dálitlu af olíunni og raðið fiskinum í það.
  • Hitið afganginn af olíunni á pönnu og látið laukinn krauma í henni í nokkrar mínútur.
  • Bætið þá kúrbít, papriku, tómötum og ólífum á pönnuna og látið krauma við meðalhita í nokkrar mínútur, eða þar til grænmetið er farið að mýkjast dálítið. Kryddið með pipar og salti og hellið grænmetinu yfir fiskinn.
  • Stráið ostinum yfir og bakið í ofni í 15-20 mínútur, eða þar til fiskurinn er rétt steiktur í gegn.
  • Berið fram t.d. með salati og jógúrtsósu.

Jógúrtsósa

  • Blandið öllu vel saman, smakkið og bragðbætið eftir þörfum.
  • Ef óskað er eftir þynnri sósu má hræra soði úr fiskfatinu saman við.

Höfundur: Nanna Rögnvaldsdóttir