Menu
Ofnbakaðir kjúklingaleggir með engifer-rjómasósu

Ofnbakaðir kjúklingaleggir með engifer-rjómasósu

Tillaga: Berið fram með léttsoðnu og smjörsteiktu spergilkáli eða smjörsteiktu spínati.

Innihald

4 skammtar
kjúklingaleggir
sítrónusafi
rjómi frá Gott í matinn
engiferkrydd
hvítlauksrif, pressað
smjör
sjávarsalt og svartur pipar

Aðferð

  • Stillið ofninn á 225°.
  • Saltið og piprið kjúklingaleggina og brúnið á pönnu upp úr smjöri. Leggið í eldfast mót.
  • Mýkið hvítlaukinn í smjöri á pönnu og setjið rjóma, sítrónusafa og engifer saman við. Látið sjóða upp og hellið síðan yfir kjúklingaleggina. Bakið í 25-30 mínútur.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir