Menu
Ofnbakaðar lasanja rúllur sem öll fjölskyldan elskar

Ofnbakaðar lasanja rúllur sem öll fjölskyldan elskar

Erum við ekki alltaf að leita að einhverju nýju til þess að hafa í matinn? Eitthvað sem stórir sem smáir borða vel af en tekur ekki langan tíma að útbúa? Þessi réttur algerlega fullkominn þar sem hann sameinar þetta tvennt og sló þvílíkt í gegn hjá fjölskyldunni. Við höfum alltaf svolítið gaman af því þegar verið er að blanda einhverju tvennu saman eins og gert er hér en hér mætast ítalskar og mexíkóskar hefðir. Einföld og bragðgóð hakksósa sem síðan er rúllað upp með rifnum osti í mexíkóskar vefjur. Eitthvað óskilgetið afkvæmi enchiladas og lasagna. Útkoman er hreint stórkostleg og loksins kominn nýr réttur í kvöldmatarrúlluna.

Innihald

5 skammtar
ólífuolía til steikingar
laukur
hvítlauksrif
þurrkað óreganó
þurrkuð basilíka
nautakraftur í dós
salt og svartur pipar eftir smekk
pastasósa í dós
tómatpúrra
kotasæla
rifinn gratínostur frá Gott í matinn
tortillavefjur, meðalstórar
fersk basilíka, ef vill
rifinn Goðdala Feykir, ef vill

Innhald

nautahakk

Skref1

  • Byrjið á því að hita ofninn í 180°C með blæstri.
  • Saxið laukinn smátt. Hitið ólífuolíu á pönnu og setjið laukinn út á. Þegar hann er orðinn glær, merjið þá hvítlaukinn út á pönnuna og steikið saman í 2 mín.
  • Setjið hakkið út á pönnuna og þegar það byrjar að brúnast kryddið það þá með óreganó, basilíku, nautakrafti ásamt salti og pipar út á.

Skref2

  • Þegar hakkið er orðið gegnumsteikt, takið þá 1 dl af pastasósunni til hliðar og hellið restinni úr dósinni saman við ásamt tómatpúrru og kotasælu og látið malla í 5 mín.
  • Smakkið hakksósuna til með salti, pipar og ef til vill hinum kryddunum. Það fer allt eftir smekk.
  • Setjið bökunarpappír á ofnplötu og hafið vefjurnar tilbúnar.

Skref3

  • Takið pönnuna af hellunni og setjið hakksósu í miðjuna á einni vefju, passið að setja ekki of mikið og ekki alveg út á brún.
  • Stráið gratínosti eftir smekk yfir hakkið, rúllið upp og leggið á bökunarplötu.
  • Endurtakið með restina af vefjunum.
  • Takið þá pastasósuna sem þið tókuð til hliðar og smyrjið með skeið yfir vefjurnar og stráið vænu magni af gratínosti yfir.

Skref4

  • Bakið í ofni í 20 mín eða þar til osturinn er orðinn fallega gylltur. Stráið saxaðri ferskri basi-líku yfir ef vill, einnig er mjög gott að rífa niður svolítið af Feyki yfir vefjurnar.
  • Berið fram með fersku salati og snittubrauði.
Skref 4

Höfundur: Valgerður Gréta Gröndal