Erum við ekki alltaf að leita að einhverju nýju til þess að hafa í matinn? Eitthvað sem stórir sem smáir borða vel af en tekur ekki langan tíma að útbúa? Þessi réttur algerlega fullkominn þar sem hann sameinar þetta tvennt og sló þvílíkt í gegn hjá fjölskyldunni. Við höfum alltaf svolítið gaman af því þegar verið er að blanda einhverju tvennu saman eins og gert er hér en hér mætast ítalskar og mexíkóskar hefðir. Einföld og bragðgóð hakksósa sem síðan er rúllað upp með rifnum osti í mexíkóskar vefjur. Eitthvað óskilgetið afkvæmi enchiladas og lasagna. Útkoman er hreint stórkostleg og loksins kominn nýr réttur í kvöldmatarrúlluna.
• | ólífuolía til steikingar |
laukur | |
hvítlauksrif | |
þurrkað óreganó | |
þurrkuð basilíka | |
nautakraftur í dós | |
• | salt og svartur pipar eftir smekk |
pastasósa í dós | |
tómatpúrra | |
kotasæla | |
rifinn gratínostur frá Gott í matinn | |
tortillavefjur, meðalstórar | |
• | fersk basilíka, ef vill |
• | rifinn Goðdala Feykir, ef vill |
nautahakk |
Höfundur: Valgerður Gréta Gröndal