Aðferð
- Byrjið á að sjóða kínóa. Setjið það í pott ásamt vatni og grænmetisteningi. Látið suðuna koma upp. Látið þá lok á pottinn. Lækkið hitann og látið malla í 10 mínútur. Takið pottinn af hellunni og látið standa með lokinu á í 5 mínútur. Takið þá lokið af og látið kólna í pottinum.
- Lokið kjúklingabringunum á pönnu upp úr smá olíu, passið að steikja ekki í gegn. Saltið og piprið. Leggið í olíuborið eldfast mót.
- Stillið ofninn á 180°.
- Steikið laukana í smá stund. Setjið tómata, tómatamauk og lárviðarlauf saman við og látið malla á vægum hita í 15 mínútur. Hendið lárviðarlaufinu.
- Hellið maukinu í matvinnsluvél eða blandara. Setjið 1 dl af sýrðum rjóma saman við ásamt, chilí og kóríander. Maukið og smakkið til með salti og pipar. Hellið sósunni yfir kjúklinginn og sáldrið 1 dl af rifnum mozzarellaosti yfir. Bakið í 15-20 mínútur.
- Setjið límónusafa, börk og ólívuolíu saman við soðið kínóað. Blandið öðrum hráefnum saman við og smakkið til með pipar.
- Berið fram með sýrðum rjóma og límónubátum.
Höfundur: Erna Sverrisdóttir