Menu
Ofnbakaðar brauðsnittur með camembert

Ofnbakaðar brauðsnittur með camembert

Dásamlegar brauðsnittur með íslenskum Dala Camembert.

Innihald

1 skammtar
snittubrauð
Dala camembert
Mangó chutney
Steinselja
Pistasíur

Skref1

  • Skerið snittubrauðið í jafnstórar sneiðar.

Skref2

  • Leggið eina til tvær sneiðar af Dala Camembert yfir hverja brauðsneið.

Skref3

  • Setjið góða matskeið af mangó chutney yfir ostinn.

Skref4

  • Bakið við 180°C í 5-7 mínútur eða þar til osturinn verður gullinbrúnn.

Skref5

  • Skreytið snitturnar með steinselju og pistasíum og berið strax fram.

Höfundur: Sævar Lárusson