Ef þú ert sushi aðdáandi eins og ég þá er þetta eitthvað sem þú munt elska! Rétturinn er í sjálfu sér ekki flókinn og hægt er að undirbúa hann með fyrirvara ef þig langar að bjóða upp á hann t.d. í matarboði eða veislu. Í botninn á eldföstu móti fer gott lag af sushi hrísgrjónum, þar ofan á fara rifin nori blöð, því næst blanda af risarækjum og laxi með hreinum rjómaosti, japönsku majónesi og sriracha sósu. Svo er þetta toppað með sesamfræjum, vorlauk og meira af japanska majónesinu og sriracha. Dásamlegt að bera fram með niðurklipptum nori blöðum, gúrkubitum og avocado.
| sushi hrísgrjón | |
| hrísgrjónaedik | |
| sykur | |
| salt | |
| risarækjur, soðnar | |
| eldaður lax | |
| rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn | |
| japanskt majónes | |
| sriracha sósa | |
| nori blöð | |
| • | svört sesamfræ |
| • | wasabi sesamfræ |
| • | saxaður vorlaukur |
| • | sojasósa |
| • | avocado, magn eftir smekk |
| • | agúrka |
Höfundur: Valgerður Gréta Gröndal