Aðferð
- Hitið ofn í 150 gráður með blæstri.
- Skerið ostinn í þykkar sneiðar með góðum ostaskera.
- Brjótið svo hverja sneið í tvennt og raðið með góðu millibili á pappírsklædda bökunarplötu.
- Bakið í um það bil 25 mínútur eða þar til osturinn er alveg bráðnaður og byrjaður að ‘’poppast’’.
- Gætið þess að hafa ekki of háan hita því osturinn brennur auðveldlega.
- Betra er að baka ostinn lengur við vægan- til meðalhita.
- Kælið alveg og berið fram.
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir