Menu
Nutella smákökur

Nutella smákökur

Innihald

1 skammtar
mjúkt smjör
sykur
púðursykur
egg
gróft hnetusmjör
vanilludropar
hveiti
lyftiduft
natron
salt
Nutella

Aðferð

  • Hitið ofn í 180 gráður. Hrærið saman smjör og sykur ásamt eggi og vanilludropum þar til létt og ljóst. Setjið hnetusmjör saman við og hrærið. Þá fara þurrefnin saman við en athugið að það gæti þurft aðeins minna hveiti í deigið. Það á að vera stíft en má ekki vera of stíft. Hrærið vel saman.
  • Mótið kúlur úr deiginu, ekki hafa þær voða stórar, og raðið á plötu með smjörpappír. Þrýstið þeim aðeins niður svo þær verði flatari. Stingið í ofn og bakið í fimm mínútur. Takið þá úr ofninum og þrýstið ofan í hverja köku hálfgerða skál sem síðar er fyrir Nutella. Bakið áfram í um sjö mínútur. Takið þá úr ofninum og fyllið skálarnar með Nutella. Látið kólna og berið fram.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir