Menu
Nutella-pizza

Nutella-pizza

Hér þarf enga uppskrift. Málið er einfalt og útkoman ótrúlega bragðgóð. 

 

Innihald

1 skammtar
Pizzadeig (keypt eða heimatilbúið)
Nutella

Aðferð

  • Þú kaupir pizzudeig eða gerir þitt eigið. Fletur út botn og gætir að því að hafa hann um 1 cm að þykkt. Botninum skellir þú í ofninn og bakar hann þar til hann er mjúkur og fallegur. Ekki baka hann þannig að hann verði stökkur. Hér þarf botninn aðeins að kólna svo hægt sé að meðhöndla hann. Þá er hann skorinn þvert svo úr verði tveir botnar og Nutella smurt á báða hlutana, ekki spara, alls ekki! Svo leggur þú botnana saman og stráir smá flórsykri yfir og berð fram.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir