Konfekt:
Blandað saman
200 g rjómi
150 g glúkósi
225 g smjör
700 g sykur
þetta er hitað í suðu og látið sjóða í hálfa mínutu (uppfyrir 103°c tæknilega séð)
Síðan er bætt við
15 g kakóduft
550 g möndluflögur eða grófsaxaðar möndlur
Konfektið er kælt í 3 klukkustundir, næst er því rúllað upp í litlar kúlur og fryst.
Hvítt súkkulaði:
Brætt rólega í vatnsbaði með plastfilmu yfir súkkulaðinu, hrært og jafnað út, takið kúlurnar úr frysti stingið litlum gafli í þær eða tannstöngli og dífið þeim í súkkulaðið, kælið.
Skrautrákir:
100 g rjómasúkkulaði 30%-45% er brætt í vatnsbaði, notið matskeið til að gera skrautrákirnar yfir konfektið, kælt saman.
Kúlurnar geymast best í frysti, mælt er með að láta þær standa í stofuhita í 30 mínutur áður en þær eru bornar fram.
| rjómi | |
| glúkósi (þrúgusykur eða sykur) | |
| smjör | |
| sykur | |
| kakóduft | |
| möndluflögur eða grófsaxaðar möndlur |
| hvítt súkkulaði |
| rjómasúkkulaði (30-45%) |
Höfundur: Ungkokkar, Klúbbur matreiðslumeistara