Menu
Nesti með pasta, grænmeti og Góðosti

Nesti með pasta, grænmeti og Góðosti

Tilvalið þegar til er afgangs pasta frá deginum áður. Fjölbreytt og skemmtilegt nesti í skólann eða ferðalagið. 

Innihald

1 skammtar
Góðostur (ostarúllur, ostapinnar og ostablóm)
Egg
Jarðarber
Pylsur
Skinka
Paprika
Gúrka
Bláber
Pestópasta

Aðferð

  • Skerið niður grænmeti, ávexti og ost. Rúllið saman osti og skinku og setjið ostakubba á tannstöngul. Nýtið pasta frá kvöldinu áður til að krydda aðeins upp á nestisboxið.

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir