Menu
Nautalund fyllt með camembert, villisveppasósa og fylltar kartöflur

Nautalund fyllt með camembert, villisveppasósa og fylltar kartöflur

Ef þú eldar alltaf nautalundir eins er kominn tími til að prófa eitthvað nýtt. Ostafyllt nautalund er eiginlega betri en hægt er að ímynda sér - prófaðu bara!

Innihald

6 skammtar

Nautalundir innihald:

nautalundir eða fillet
Dala Camembert skorinn í 6 bita
smjör

Sósa innihald:

Salt og pipar
Kjötkraftur
smjör
þurrkaðir villisveppir
sveppir
rjómi frá Gott í matinn
vatn
villisveppaostur

Kartöflur innihald:

bökunarkartöflur
sýrður rjómi með graslauk og lauk frá Gott í matinn
eggjarauða
rifinn gratínostur frá Gott í matinn

Skref1

 • Skerið nautalundina í um 200 g steikur.
 • Skerið með litlum hníf inn í hliðina á steikinni, passlega lítið þannig hægt sé að koma þar inn 1/6 bita af camembert.
 • Brúnið steikina í smjöri og bakið í ofni við 180°C 6-8 mínútur.
 • Gott er að hvíla steikina eftir 5 mínútur og bæta svo við síðustu mínútunum.
 • Látið loks steikina standa í 2-3 mínútur áður hún er borin fram.

Skref2

 • Leggið villisveppina í bleyti í heitt vatn og látið standa í 15 mínútur.
 • Saxið sveppina og villisveppina og brúnið í smjörinu og kryddið með salti og pipar.
 • Bætið við rjóma og vatni og látið suðuna koma upp.
 • Skerið villisveppaostinn í bita og bætið við. Hrærið vel í.
 • Bragðbætið með kjötkrafti ef með þarf.

Skref3

 • Bakið kartöflurnar í 45-50 mínútur.
 • Látið standa örlítið svo þær kólni lítið eitt.
 • Skerið kartöflurnar í tvo helminga og skafið innihaldið úr hýðinu. Geymið hýðið.
 • Hrærið saman innihaldið úr kartöflunum með sýrða rjómanum, eggjarauðu og rifnum osti.
 • Setjið fyllinguna í hýðið og bakið við 170°C í 12-15 mínútur.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson