Menu

Nautalund fyllt með camembert, villisveppasósa og fylltar kartöflur

Innihald

6 skammtar

Nautalundir innihald:

nautalundir eða fillet
Dala Camembert skorinn í 6 bita
smjör

Sósa innihald:

Salt og pipar
Kjötkraftur
smjör
þurrkaðir villisveppir
sveppir
rjómi frá Gott í matinn
vatn
villisveppaostur

Kartöflur innihald:

bökunarkartöflur
sýrður rjómi með graslauk og lauk frá Gott í matinn
eggjarauða
rifinn gratínostur frá Gott í matinn

Skref1

 • Skerið nautalundina í um 200 g steikur.
 • Skerið með litlum hníf inn í hliðina á steikinni, passlega lítið þannig hægt sé að koma þar inn 1/6 bita af camembert.
 • Brúnið steikina í smjöri og bakið í ofni við 180°C 6-8 mínútur.
 • Gott er að hvíla steikina eftir 5 mínútur og bæta svo við síðustu mínútunum.
 • Látið loks steikina standa í 2-3 mínútur áður hún er borin fram.

Skref2

 • Leggið villisveppina í bleyti í heitt vatn og látið standa í 15 mínútur.
 • Saxið sveppina og villisveppina og brúnið í smjörinu og kryddið með salti og pipar.
 • Bætið við rjóma og vatni og látið suðuna koma upp.
 • Skerið villisveppaostinn í bita og bætið við. Hrærið vel í.
 • Bragðbætið með kjötkrafti ef með þarf.

Skref3

 • Bakið kartöflurnar í 45-50 mínútur.
 • Látið standa örlítið svo þær kólni lítið eitt.
 • Skerið kartöflurnar í tvo helminga og skafið innihaldið úr hýðinu. Geymið hýðið.
 • Hrærið saman innihaldið úr kartöflunum með sýrða rjómanum, eggjarauðu og rifnum osti.
 • Setjið fyllinguna í hýðið og bakið við 170°C í 12-15 mínútur.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson