Menu
Nachos með nautahakki og mexíkóskri ostablöndu

Nachos með nautahakki og mexíkóskri ostablöndu

Nachosréttir klikka aldrei og þessi er í miklu uppáhaldi hjá okkur. Mexíkósk ostablanda kryddar ekki bara réttinn góða, heldur tilveruna sömuleiðis svo nú er bara að skella í nachos og njóta! 

Innihald

1 skammtar
nautahakk
taco krydd
nachos flögur
svartar baunir
salsasósa
mexíkósk ostablanda frá Gott í matinn
kirsuberjatómatar

Eftir smekk

jalapeno
rauðlaukur
maísbaunir
sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn
lime
kóríander

Skref1

  • Steikið hakkið á pönnu og kryddið með taco kryddi.

Skref2

  • Raðið einu lagi af nachos flögum í fat eða ofnskúffu og setjið síðan nautahakk, svartar baunir, salsasósu og mexíkóska ostablöndu yfir allt.
  • Endurtakið að minnsta kosti þrisvar sinnum.
  • Endið á vænu lagi af osti yfir hakk, baunir og salsasósu.

Skref3

  • Bakið í ofni við 200°C í um 15 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn og flögurnar aðeins farnar að gyllast.

Skref4

  • Skerið niður annað grænmeti á meðan, setjið yfir í lokin og berið fram með sýrðum rjóma og lime.
Skref 4

Höfundur: Gott í matinn