Menu
Nachos með kjúklingi, cheddar og rjómaosti

Nachos með kjúklingi, cheddar og rjómaosti

Partýmatur, kvöldmatur, réttur á veisluborð. Kjúklingurinn er heitur og ostasósan heimalöguð. Smá stemmning sem fylgir og gott að nasla.

Innihald

4 skammtar

Kjúklingur:

kjúklingabringur
ólífuolía
chipotle-paste, tilbúið í krukku (2-3 msk.)
hunang
lime, kreistur safi og rifinn börkur

Ostasósa:

smjör
hveiti
mjólk
rifinn Cheddarostur frá Gott í matinn

Samsetning:

rifinn Gratínostur frá Gott í matinn
vorlaukar, skornir fínt
paprikur, græn og rauð
svartar baunir, niðursoðnar
Mexíkóostur, rifinn
Hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
tortillur
nachos
jalapeno, magn eftir smekk
ferskt kóríander

Kjúklingur

  • Skerið kjúklinginn í strimla.
  • Hrærið allt hráefnið saman og blandið vel.
  • Nuddið kjúklinginn vel upp úr marineringunni. Ekki verra að leyfa honum að liggja aðeins í leginum.
  • Steikið á pönnu þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.

Ostasósa

  • Bræðið smjörið á vægum hita í potti.
  • Hrærið hveitið saman við með písk þar til úr verður þykk bolla.
  • Hellið þá mjólkinni í nokkrum skömmtum út í hveitibolluna og hrærið vel í hvert sinn þar til úr verður kekkjalaus jafningur. Hann er mjög þykkur í fyrstu en þynnist svo í hvert sinn.
  • Þegar jafningurinn er orðinn hæfilega þykkur og kekkjalaus, þá er rifnum osti stráð í nokkrum hlutum saman við hann og hrært vel þar til osturinn er bráðinn.

Samsetning

  • Takið fram rúmgott fat sem má fara í ofn eða ofnskúffu. Hitið ofn í 200 gráður. Athugið að allt hráefnið í samsetninguna þarf að skiptast niður milli laga. Kjúklingurinn fer í tvö lög.
  • Smyrjið ostasósu í botninn á fatinu. Leggið tortillur í botninn, gott að skera þær til svo þær passi vel í formið. Stráið rifnum osti yfir tortillurnar, þá kjúklingi, vorlauk, papriku, baunum, mexíkóosti og loks klípum af rjómaosti hér og þar.
  • Endurtakið þetta ferli með því að leggja yfir annað lag af tortillum með ostasósu og öllu sem fylgir.
  • Yfir það lag fara ekki tortillur heldur nachos-flögur og er rifnum ostum, vorlauk, papriku, baunum og svo jalapeno stráð yfir og inn á milli. Ostasósu er dreypt yfir. Gott að setja nachos aftur yfir og róta smá til í þessu efsta lagi. Hér má líka setja nokkra dropa af sósunni.
  • Stingið í heitan ofn og hitið þar til ostarnir hafa bráðnað og tortillurnar hitnað vel.
  • Stráið fersku kóríander yfir áður en rétturinn er borinn fram.
Samsetning

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir