Menu
Myntumolar með rjómaosti og súkkulaði

Myntumolar með rjómaosti og súkkulaði

Virkilega fallegt, fljótlegt og fínt. Konfektmoli úr rjómaosti. Hér grænn og jólalegur með myntubragði en má sannarlega nota sömu uppskrift og hafa hann appelsínugulan og með appelsínubragði, rauðan með kirsuberjabragði eða eitthvað annað uppáhald.

Innihald

1 skammtar
hreinn rjómaostur frá MS
flórsykur
myntudropar, ½-1 tsk. eftir smekk
grænn matarlitur
rjómi frá Gott í matinn
súkkulaði

Skref1

  • Hrærið saman rjómaost og 30 g af flórsykri í kekkjalausa blöndu.
  • Bætið þá myntudropum og matarlit saman við og hrærið vel.
  • Þá setjið þið afganginn af flórsykrinum saman við í nokkrum hlutum og hrærið vel á milli.
  • Deigið verður nokkuð þykkt og það getur verið gott að hnoða það í restina.

Skref2

  • Mótið litlar kúlur og raðið á bökunarpappír.
  • Gerið holu ofan í kúlurnar með fingri, skeið eða sleifarenda.
  • Setjið í kæli í klukkustund.

Skref3

  • Hitið rjóma að suðu og brjótið súkkulaði út í.
  • Bræðið á vægum hita og hrærið saman.
  • Látið kólna aðeins og hellið í sprautupoka.
  • Lokið honum vel og setjið í kæli í 30 mínútur.

Skref4

  • Takið kúlurnar og súkkulaðið úr kælinum.
  • Klippið á enda sprautupokans og sprautið súkkulaðinu ofan í myntuskálarnar.
  • Kælið í klukkustund.
  • Skreytið að vild og geymið myntumolana í kæli.
  • *Athugið að það er líka fallegt að fletja deigið þunnt út og smyrja súkkulaðinu ofan á það. Þá er best að fletja það út í nokkrum hlutum, fletja gróflega, setja aðeins í kæli, fletja aftur og setja aftur í kæli þar til réttri þykkt er náð. Súkkulaðinu er svo smurt ofan á og svo má skreyta að vild. Fallegt að skera plötuna niður í litla tígla.
Skref 4

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir