Menu
Múslí með meiru

Múslí með meiru

Heimagert múslí með ab mjólk eða súrmjólk er frábær morgunverður. 

Innihald

1 skammtar
múslí. Eigin uppskrift eða annað uppáhalds. Himnesk hollusta hentar vel.
annað góðgæti, sbr. litlar kornflögur. Himnesk hollusta hentar vel.
hrásykur
sjávarsalt
kanill
létt olía (t.d. repjuolía)
eplamús
hnetusmjör
vatn
síróp (t.d. hlynsíróp)

Aðferð

  • Hitið ofn í 200 gráður. Hrærið saman þurrefnin í stórri skál. Hrærið saman olíu og eplamús og hellið yfir þurrefnin. Blandið mjög vel. Dreifið úr blöndunni á bökunarplötu og stingið í heitan ofninn.
  • Fylgist vel með og athugið að brenna ekki múslíið. Þetta gerist nefnilega ansi hratt út við jaðrana. Takið reglulega úr ofninum, á um 10 mínútna fresti, og hrærið í blöndunni. Hafið í ofninum í um 30 mínútur. Látið þá kólna á plötunni en við það verður múslíið stökkara. Að sjálfsögðu má hafa múslíið styttri tíma í ofninum ef þið viljið hafa það mjög mjúkt.
  • Setjið hnetusmjör, vatn og síróp í pott. Hitið að suðu, bræðið saman og blandið. Setjið ofnristað múslíið í stóra skál og hellið hnetusmjörsblöndunni yfir það. Hrærið allt mjög vel saman, gæti verið best að gera það með höndunum.
  • Dreifið aftur úr múslíinu á bökunarplötuna og látið það taka sig. Gott að láta það standa aðeins, annars klessist það meira saman.
  • Borðist með öllu sem hugurinn girnist; súrmjólk, AB-mjólk, grískri jógúrt, mjólk o.fl.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir