Menu
Músli með grískri jógúrt og berjum

Músli með grískri jógúrt og berjum

Innihald

1 skammtar
hafrar
graskersfræ
sólkjarnafræ
möndlur, kasjúhnetur eða heslihnetur
sjávarsalt
kanill
hlynsíróp
repjuolía
hreinn eplasafi
Þurrkuð trönuber, söxuð eða aðrir þurrkaðir ávextir, t.d. rúsínur, aprikósur eða fíkjur, eftir smekk
Kakónibbur, eftir smekk, (má sleppa)
Grísk jógúrt frá Gott í matinn
Ávextir / ber
Hunang eða hlynsíróp ef vill

Aðferð

  • Stillið ofninn á 180°C.
  • Blandið fyrstu níu hráefnunum saman og hrærið. Dreifið hrærunni á bökunarplötu klædda bökunarpappír, eins þunnt og hægt er. Bakið í 15-20 mínútur.
  • Látið kólna og brjótið síðan niður í grófa bita. Blandið trönuberjum og kakónibbum saman við. Geymið í loftþéttu íláti.
  • Setjið músli í skál og látið væna slettu af grískri jógúrt, ab-mjólk eða vanilluskyri yfir ásamt ávöxtum og berjum. Toppið með örlitlu hunangi eða hlynsírópi ef vill.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir